City fór á flug er Grealish komst á blað

Jack Grealish fagnar hér fyrsta marki sínu fyrir Manchester City.
Jack Grealish fagnar hér fyrsta marki sínu fyrir Manchester City. AFP

Jack Grealish komst á blað er Englandsmeistarar Manchester City fóru á flug í 4:0-stórsigri á nýliðum Norwich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá skildu Leeds og Everton jöfn í fjörugum leik á Elland Road, 2:2.

City hóf titilvörnina með tapi, 1:0 gegn Tottenham í fyrstu umferðinni, en meistararnir voru aldrei líklegir til að tapa frekari stigum í dag. Þeir náðu forystunni strax á sjöttu mínútu er Tim Krul, markvörður Norwich, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Jack Grealish, sem City keypti af Aston Villa á 100 milljónir punda í sumar, opnaði svo markareikning sinn hjá félaginu eftir tuttugu mínútna leik, skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Gabriel Jesus. Tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik gerðu svo út um einvígið. Aymeric Laporte kom City í 3:0 á 64. mínútu og Raheem Sterling bætti við marki sex mínútum síðar og Riyad Mahrez rak smiðshöggið á stórsigurinn með fimmta markinu undir lok leiks.

Á Elland Road mættust svo Leeds og Everton í fjörugum leik. Gestirnir náðu forystunni í tvígang. Fyrst skoraði Dominic Calvert-Lewin af vítapunktinum eftir að Liam Cooper reif hann niður inni í teig eftir um hálftíma leik. Mateusz Klich jafnaði metin fyrir Leeds fjórum mínútum fyrir hálfleik af stuttu færi eftir stungusendingu frá Patrick Bamford.

Aftur varð forystan Everton-manna á 50. mínútu þegar nýi maðurinn Demarai Gray náði að lauma boltanum í fjærhornið eftir að hafa snúið af sér varnarmann inni í vítateig. Heimamenn gáfust þó ekki upp og kreistu fram annað jöfnunarmark á 72. mínútu, Raphinha skoraði með þrumuskoti innan teigs. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir fjörugar lokamínútur og lokatölur því 2:2.

Þá vann Aston Villa 2:0-sigur á Newcastle á Villa Park þar sem Danny Ings kom heimamönnum í forystu og Anwar El Ghazi bætti við marki úr vítaspyrnu. Nýliðar Brentford sóttu svo stig til Crystal Palace er liðin gerðu markalaust jafntefli.

Úrslitin

Aston Villa - Newcastle 2:0
Crystal Palace - Brentford 0:0
Leeds - Everton 2:2
Manchester City - Norwich 5:0

Rodrigo sækir að Teemu Pukki á Etihad-leikvanginum í dag.
Rodrigo sækir að Teemu Pukki á Etihad-leikvanginum í dag. AFP
Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 15:59 Leik lokið Aston Villa - Newcastle 2:0 Crystal Palace - Brentford 0:0 Leeds - Everton 2:2 Manchester City - Norwich 5:0
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert