Gylfi um Liverpool: Innkoma van Dijks breytir öllu

„Að fá Virgil van Dijk inn í liðið skapar svo mikla ró fyrir restina af liðinu,“ sagði Gylfi Einarsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, þegar rætt var um Liverpool í Vellinum á Símanum Sport.

Liverpool vann 2:0-sigur gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina en Liverpool hefur ekki ennþá fengið á sig mark í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. 

Þá er liðið með fullt hús stiga á toppi deildarinnar líkt og Chelsea, Brighton og Tottenham en van Dijk meiddist illa á hné í október á síðasta ári og missti því af stórum hluta síðasta tímabils.

„Með innkomu hans geta aðrir leikmenn ýtt upp, ofar á völlinn, því þeir treysta miðvörðunum sínum svo vel,“ sagði Gylfi.

„Að fá van Dijk inn í þetta breytir öllu fyrir Liverpool því hann er líka mjög snöggur og þess vegna njóta aðrir leikmenn sín betur framarlega á vellinum,“ bætti Gylfi við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert