Gylfi: Af hverju kaupir United ekki Harry Kane?

„Mér finnst lið sem er með Harry Kane innanborðs alltaf líklegt til árangurs,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Símanum Sport þegar rætt var um Tottenham og landsliðsfyrirliðann Harry Kane.

Tottenham hefur farið vel af stað á tímabilinu og er með fullt hús stiga eða 6 stig á toppi deildarinnar líkt og Chelsea, Liverpool og Brighton.

Tottenham vann 1:0-sigur gegn Manchester City í fyrstu umferðinni og 1:0-sigur gegn Wolves um helgina en Harry Kane, framherji liðsins, hefur lítið spilað með liðinu í fyrstu leikjum tímabilsins og verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu.

„Þeir sýndu mjög góð tilþrif á síðustu leiktíð og þegar Son Heung-min og Kane eru á deginum sínum er erfitt að stoppa þá,“ sagði Margrét Lára.

„Af hverju kaupir United ekki Kane? Þeir eiga nóg af peningum og það væri alvöruyfirlýsing hjá United að kaupa Harry Kane,“ sagði Gylfi meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert