Gylfi um Ronaldo: Gott fyrir okkur

„Þetta er nostalgíu augnablik fyrir alla sem tengjast United og gott fyrir okkur sem erum aðdáendur enska boltans,“ sagði Gylfi Ein­ars­son í Vell­in­um á Sím­an­um Sport í kvöld þegar rætt var um Cristiano Ronaldo, sem er snúinn aftur til Manchester United.

„Hann er að fara gefa þeim mörk, karakter og væntanlega titla,“ bætti Bjarni Þór Viðarsson en þeir Gylfi ræddu við Tómas Þór Þórðarson um portúgölsku stjörnuna í spilaranum hér að ofan.

mbl.is