Félagaskiptin í enska fótboltanum – lokað

Cristiano Ronaldo er kominn aftur til Manchester United eftir tólf …
Cristiano Ronaldo er kominn aftur til Manchester United eftir tólf ára fjarveru en félagið keypti hann af Juventus fyrir 12,8 milljónir punda. Ronaldo skoraði 84 mörk fyrir United í 196 leikjum í úrvalsdeildinnni á árunum 2003 til 2009. AFP

Opið var fyrir félagaskipti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá 9. júní en „sumarglugganum“ í deildinni var lokað klukkan 22 í kvöld, þriðjudagskvöldið 31. ágúst, átján dögum eftir að keppni í deildinni hófst á tímabilinu 2021-22.

Mbl.is fylgdist að vanda vel með öllum breytingum á liðunum tuttugu sem leika í deildinni tímabilið 2021-22 og þessi frétt var uppfærð jafnóðum og ný félagaskipti voru staðfest.

Fyrst koma helstu skiptin á lokadeginum og síðustu daga, þá dýrustu leikmenn sumarsins, og síðan má sjá hverjir koma og fara frá hverju liði fyrir sig í þessum félagaskiptaglugga þar sem liðin tuttugu eru í stafrófsröð.

Glugganum var lokað klukkan 22 í kvöld að íslenskum tíma og um miðnætti átti að vera búið að ganga endanlega frá þeim skiptum sem þá höfðu verið staðfest.

Ben White, til hægri, er kominn til Arsenal frá Brighton …
Ben White, til hægri, er kominn til Arsenal frá Brighton fyrir 50 milljónir punda. White var valinn besti leikmaður Brighton 2020-21 og var í enska landsliðshónum á EM. AFP

Helstu félagaskiptin á lokadeginum 31. ágúst:
31.8. Saúl Niguez, Atlético Madrid - Chelsea, lán
31.8. Takehiro Tomiyasu, Bologna - Arsenal, 19,8 millj. punda
31.8. Rhys Williams, Liverpool - Swansea, lán
31.8. Dennis Praet, Leicester - Torino, lán
31.8. Reiss Nelson, Arsenal - Feyenoord, lán
31.8. Helder Costa, Leeds - Valencia, lán
31.8. Saolmón Rondón, Dalian - Everton, án greiðslu
31.8. Hector Bellerín, Arsenal - Real Betis, lán
31.8. Odsonne Edouard, Celtic - Crystal Palace, 14 millj. punda
31.8 Alex Král, Spartak Moskva - West Ham, lán
31.8 Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal - OH Leuven, lán
31.8 Emerson Royal, Barcelona - Tottenham, 25 millj. punda

31.8 Ademola Lookman, RB Leipzig - Leicester, lán
31.8 Daniel James, Manchester United - Leeds, 30 millj. punda
31.8. Connor Roberts, Swansea - Burnley
31.8. Marc Cucurella, Getafe - Brighton, 15,4 millj. punda
31.8. Nikola Vlasic, CSKA Moskva - West Ham, 26,8 millj. punda
31.8. Moise Kean, Everton - Juventus, lán

Helstu félagaskiptin síðustu daga:
30.8. Willian, Arsenal - Corinthians, án greiðslu
30.8. Troy Deeney, Watford - Birmingham, án greiðslu
30.8. Ozan Kabak, Schalke - Norwich, lán
30.8. Patrik S. Gunnarsson, Brentford - Viking Stavanger, lán
30.8. Andi Zeqiri, Brighton - Augsburg, lán
29.8. Mathias Normann, Rostov - Norwich, lán
29.8. Hee Chan Hwang, RB Leipzig - Wolves, lán
29.8. Maxwel Cornet, Lyon - Burnley, 13 milljónir punda
28.8. Kurt Zouma, Chelsea - West Ham, 29,8 milljónir punda
28.8. Will Hughes, Watford - Crystal Palace, 6 milljónir punda
27.8. Cristiano Ronaldo, Juventus - Manch. Utd, 12,8 millj. punda
27.8. Moussa Sissoko, Tottenham - Watford, 3 milljónir punda
26.8. Isaac Success, Watford - Udinese
25.8. Aaron Lennon, Kayserispor - Burnley, án greiðslu
25.8. Lucas Torreira, Arsenal - Fiorentina, lán
25.8. Jordan Hugill, Norwich - WBA, lán
25.8. Lyanco, Torino - Southampton, 5 milljónir punda
24.8. Davide Zappacosta, Chelsea - Atalanta, 8 milljónir punda
23.8. Xherdan Shaqiri, Liverpool - Lyon, 9,5 milljónir punda
23.8. Brandon Williams, Manchester United - Norwich, lán

Raphaël Varane er kominn til Manchester United frá Real Madrid …
Raphaël Varane er kominn til Manchester United frá Real Madrid fyrir 34 milljónir punda. Hann er 28 ára gamall miðvörður, lék með Real Madrid í tíu ár og á að baki 79 landsleiki fyrir Frakka. AFP

Dýrustu leikmennirnir í sumar, í milljónum punda:
100,0 Jack Grealish, Aston Villa - Manchester City
  97,5 Romelu Lukaku, Inter Mílanó - Chelsea
  73,0 Jadon Sancho, Dortmund - Manchester United
  50,0 Ben White, Brighton - Arsenal
  47,0 Cristian Romero, Atalanta - Tottenham
  35,0 Ibrahima Konaté, RB Leipzig - Liverpool
  34,0 Raphaël Varane, Real Madrid - Manchester United
  33,0 Emiliano Buendia, Norwich - Aston Villa
  30,0 Daniel James, Manchester United - Leeds
  30,0 Martin Ödegaard, Real Madrid - Arsenal
  29,8 Kurt Zouma, Chelsea - West Ham
  26,8 Nikola Vlasic, CSKA Moskva - West Ham
  25,0 Emerson Royal, - Barcelona - Tottenham
  25,0 Danny Ings, Southampton - Aston Villa
  25,0 Leon Bailey, Leverkusen - Aston Villa
  24,0 Aaron Ramsdale, Sheffield United - Arsenal
  24,0 Fikayo Tomori, Chelsea - AC Milan
  23,0 Patson Daka, Salzburg - Leicester
  22,0 Joe Willock, Arsenal - Newcastle
  21,5 Bryan Gil, Sevilla - Tottenham
  19,8 Takehiro Tomiyasu, Bologna - Arsenal
  18,7 Joachim Andersen, Fulham - Crystal Palace
  17,0 Boubakary Soumare, Lille - Leicester
  15,4 Marc Cucurella, Getafe - Brighton 
  15,0 Jannik Vestergaard, Southampton - Leicester
  15,0 Adam Armstrong, Blackburn - Southampton
  15,0 Albert Sambi Lokonga, Anderlecht - Arsenal
  15,0 Marc Guéhi, Chelsea - Crystal Palace
  14,0 Odsonne Edouard, Celtic - Crystal Palace
  13,5 Kristoffer Ajer, Celtic - Brentford
  13,0 Maxwel Cornet, Lyon - Burnley
  13,0 Junior Firpo, Barcelona - Leeds
  13,0 Toby Alderweireld, Tottenham - Al-Duhail
  12,8 Cristiano Ronaldo, Juventus - Manchester United
  12,0 Harry Wilson, Liverpool - Fulham

ÖLL FÉLAGASKIPTIN Í SUMARGLUGGANUM:

Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard er kominn til Arsenal frá Real …
Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard er kominn til Arsenal frá Real Madrid fyrir 30 milljónir punda en hann var í láni hjá Lundúnafélaginu síðasta vetur. AFP

ARSENAL
Knattspyrnustjóri: Mikel Arteta (Spáni) frá 20. desember 2019.
Lokastaðan 2020-21: 8. sæti.

Komnir:
31.8. Takehiro Tomiyasu frá Bologna (Ítalíu)
20.8. Aaron Ramsdale frá Sheffield United
20.8. Martin Ödegaard frá Real Madrid (Spáni)
30.7. Ben White frá Brighton
19.7. Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht (Belgíu)
10.7. Nuno Tavares frá Benfica (Portúgal)

Farnir:
31.8. Hector Bellerín til Real Betis (Spáni) (lán)
31.8. Reiss Nelson til Feyenoord (Hollandi) (lán)
31.8. Rúnar Alex Rúnarsson til Leuven (Belgíu) (lán)
30.8. Willian til Corinthians (Brasilíu)
25.8. Lucas Torreira til Fiorentina (Ítalíu) (lán)
13.8. Joe Willock til Newcastle
26.7. Dejan Iliev til Sered (Slóvakíu) (lán)
15.7. William Saliba til Marseille (Frakklandi) (lán)
  6.7. Matteo Guendouzi til Marseille (Frakklandi) (lán)

Enski landsliðsmaðurinn Danny Ings er kominn til Aston Villa frá …
Enski landsliðsmaðurinn Danny Ings er kominn til Aston Villa frá Southampton fyrir 25 milljónir punda. Hann samdi til þriggja ára. AFP

ASTON VILLA
Knattspyrnustjóri: Dean Smith frá 10. október 2018.
Lokastaðan 2020-21: 11. sæti.

Komnir:
  8.8. Axel Tuanzebe frá Manchester United (lán)
  4.8. Danny Ings frá Southampton
  4.8. Leon Bailey frá Leverkusen (Þýskalandi)
17.6. Ashley Young frá Inter Mílanó (Ítalíu)
10.6. Emiliano Buendia frá Norwich

Farnir:
31.8. Frédéric Guilbert til Strasbourg (Frakklandi) (lán)
30.8. Conor Hourihane til Sheffield United (lán)
28.8. Wesley til Club Brugge (Belgíu) (lán)
16.8. Brad Young til Carlisle (lán)
  5.8. Jack Grealish til Manchester City
29.7. Tyreece John-Jules til Blackpool (lán)
  2.7. Tom Heaton til Manchester United
28.6. Callum Rowe til Exeter
22.6. Björn Engels til Antwerpen (Belgíu)

Kristoffer Ajer, til hægri, í landsleik með Noregi gegn Íslandi. …
Kristoffer Ajer, til hægri, í landsleik með Noregi gegn Íslandi. Hann er kominn til nýliða Brentford sem keyptu hann af Celtic í Skotlandi fyrir 13,5 milljónir punda. mbl.is/Eggert

BRENTFORD
Knattspyrnustjóri: Thomas Frank (Danmörku) frá 16. október 2018.
Lokastaðan 2020-21: 3. sæti B-deildar, sigurvegari í umspili.

Komnir:
17.8. Álvaro Fernández frá Huesca (Spáni) (lán)
10.8. Yoane Wissa freá Lorient (Frakklandi)
21.7. Kristoffer Ajer frá Celtic (Skotlandi)
20.7. Frank Onyeka frá Midtjylland (Danmörku)
  1.7. Patrik Sigurður Gunnarsson frá Silkeborg (Danmörku) (úr láni)

Farnir:
30.8. Patrik S. Gunnarsson til Viking (Noregi) (lán)
  9.8. Luke Daniels til Middlesbrough
16.7. Aaron Pressley til Wimbledon (lán)
  3.7. Emiliano Marcondes til Bournemouth

Patson Daka, til vinstri, fagnar austurríska meistaratitlinum með Salzburg í …
Patson Daka, til vinstri, fagnar austurríska meistaratitlinum með Salzburg í vor en hann skoraði 27 mörk í 28 leikjum og var kjörinn besti leikmaður deildarinnar. Leicester hefur keypt hann fyrir 23 milljónir punda en Daka er 22 ára gamall Sambíumaður. Landi hans, miðjumaðurinn Enock Mwepu, til hægri, er kominn til Brighton frá Salzburg. AFP

BRIGHTON
Knattspyrnustjóri: Graham Potter frá 20. maí 2019.
Lokastaðan 2020-21: 16. sæti.

Komnir:
31.8. Abdallah Sima frá Slavia Prag (Tékklandi) (lánaður til Stoke)
31.8. Marc Cucurella frá Getafe (Spáni)
10.8. Kaoru Mitoma frá Kawasaki Frontale (Japan) (lánaður til Royal Union, Belgíu)
16.7. Kjell Scherpen frá Ajax (Hollandi)
  6.7. Enock Mwepu frá Salzburg (Austurríki)
  2.7. Jeremy Sarmiento frá Benfica (Portúgal)

Farnir:
31.8. Reda Khadra til Blackburn (lán)
30.8. Andi Zeqiri til Augsburg (Þýskalandi) (lán)
27.8. Jayson Molumby til WBA (lán)
26.8. Percy Tau til Al Ahly (Egyptalandi)
23.8. Florin Andone til Cadiz (Spáni) (lán)
30.7. Ben White til Arsenal
12.7. Mat Ryan til Real Sociedad (Spáni)
  9.7. Viktor Gyökeres til Coventry
23.6. Davy Propper til PSV Eindhoven (Hollandi)
14.6. Teddy Jenks til Aberdeen (Skotlandi) (lán)

Kantmaðurinn Aaron Lennon er kominn aftur til Burnley eftir þriggja …
Kantmaðurinn Aaron Lennon er kominn aftur til Burnley eftir þriggja ára fjarveru en hann lék síðast með Kayserispor í Tyrklandi. Ljósmynd/Burnley

BURNLEY
Knattspyrnustjóri: Sean Dyche frá 30. október 2012.
Lokastaðan 2020-21: 17. sæti.

Komnir:
31.8. Connor Roberts frá Swansea
29.8. Maxwel Cornet frá Lyon (Frakklandi)
25.8. Aaron Lennon frá Kayserispor (Tyrklandi)
20.7. Wayne Hennessey frá Crystal Palace
24.6. Nathan Collins frá Stoke

Farnir:
30.7. Josh Benson til Barnsley
27.7. Bailey Peacock-Farrell til Sheffield Wednesday (lán)
13.7. Jimmy Dunne til QPR
  1.7. Joel Mumbongo til Accrington (lán)

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er kominn til Chelsea frá Inter …
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er kominn til Chelsea frá Inter Mílanó fyrir 97,5 milljónir punda. AFP

CHELSEA
Knattspyrnustjóri: Thomas Tuchel (Þýskalandi) frá 26. janúar 2021.
Lokastaðan 2020-21: 4. sæti og Evrópumeistari.

Komnir:
31.8. Saúl Niguez frá Atlético Madrid (Spáni) (lán)
12.8. Romelu Lukaku frá Inter Mílanó (Ítalíu)
28.7. Marcus Bettinelli frá Fulham

Farnir:
31.8. Ethan Ampadu til Venezia (Ítalíu) (lán)
30.8. Tiemoue Bakayoko til AC Milan (Ítalíu) (lán)
25.8. Ike Ugbo til Genk (Belgíu)
24.8. Davide Zappacosta til Atalanta (Ítalíu)
19.8. Emerson til Lyon (Frakklandi) (lán)
18.8. Michy Batshuayi til Besiktas (Tyrklandi) (lán)
17.8. Tammy Abraham til Roma (Ítalíu)
10.8. Armando Broja til Southampton (lán, var í láni hjá Vitesse)
30.7. Conor Gallagher til Crystal Palace (var í láni hjá WBA)
18.7. Marc Guéhi til Crystal Palace (var í láni hjá Swansea)
17.7. Olivier Giroud til AC Milan (Ítalíu)
  2.7. Victor Moses til Spartak Moskva (Rússlandi) (var í láni hjá Spartak)
  2.7. Billy Gilmour til Norwich (lán)
17.6. Fikayo Tomori til AC Milan (Ítalíu)

Varnarmaðurinn Joachim Andersen fór með danska landsliðinu í undanúrslit EM …
Varnarmaðurinn Joachim Andersen fór með danska landsliðinu í undanúrslit EM í sumar. Crystal Palace hefur nú keypt hann af Lyon fyrir 18,7 milljónir punda. AFP

CRYSTAL PALACE
Knattspyrnustjóri: Patrick Vieira (Frakklandi) frá 4. júlí 2021.
Lokastaðan 2020-21: 14. sæti.

Komnir:
31.8. Odsonne Edouard frá Celtic (Skotlandi)
28.8. Will Hughes frá Watford
30.7. Conor Gallagher frá Chelsea (lán)
28.7. Joachim Andersen frá Lyon (Frakklandi)
18.7. Marc Guéhi frá Chelsea
13.7. Remi Matthews frá Sunderland
  8.7. Michael Olise frá Reading

Farnir:
30.8. Scott Dann til Reading
20.8. Gary Cahill til Bournemouth
  3.8. James McCarthy til Celtic (Skotlandi)
27.7. Mamadou Sakho til Montpellier (Frakklandi)
20.7. Andros Townsend til Everton
20.7. Wayne Hennessey til Burnley
  1.7. Michy Batshuayi til Chelsea (úr láni)

Demarai Gray er kominn til Everton frá Leverkusen í Þýskalandi. …
Demarai Gray er kominn til Everton frá Leverkusen í Þýskalandi. Hann er 25 ára kantmaður sem á 133 úrvalsdeildarleiki að baki með Leicester en hann fór þaðan til Leverkusen í janúar á þessu ári. Ljósmynd/Everton

EVERTON
Knattspyrnustjóri: Rafael Benítez (Spáni) frá 30. júní 2021.
Lokastaðan 2020-21: 10. sæti.

Komnir:
31.8. Salomón Rondon frá Dalian (Kína)
20.8. Andy Lonergan frá WBA
22.7. Demarai Gray frá Leverkusen (Þýskalandi)
20.7. Asmir Begovic frá Bournemouth
20.7. Andros Townsend frá Crystal Palace

Farnir:
31.8. Niels Nkounkou til Standard Liege (Belgíu) (lán)
31.8. Moise Kean til Juventus (Ítalíu) (lán)
24.8. Thierry Small til Southampton
16.8. Nathan Broadhead til Sunderland (lán)
29.7. Beni Baningime til Hearts (Skotlandi)
22.7. Bernard til Sharjah (Sameinuðu furstadæmunum)
  9.7. Joshua King til Watford
18.5. Theo Walcott til Southampton

Spænski bakvörðurinn Junior Firpo er kominn til Leeds frá Barcelona …
Spænski bakvörðurinn Junior Firpo er kominn til Leeds frá Barcelona fyrir 13 milljónir punda. Hann er 24 ára og hefur spilað 24 deildaleiki með Barcelona á tveimur árum. AFP

LEEDS
Knattspyrnustjóri: Marcelo Bielsa (Argentínu) frá 15. júní 2018.
Lokastaðan 2020-21: 9. sæti.

Komnir:
31.8 Daniel James frá Manchester United
  8.7. Sean McGurk frá Wigan
  6.7. Junior Firpo frá Barcelona (Spáni)

Farnir:
31.8. Helder Costa til Valencia (Spáni) (lán)
23.8. Ian Poveda til Blackburn (lán)
20.8. Niall Huggins til Sunderland
29.7. Ezgjan Alioski til Al-Ahli (Sádi-Arabíu)
27.7. Leif Davis til Bournemouth (lán)
12.7. Kiko Casilla til Elche (Spáni) (lán)
22.6. Oliver Casey til Blackpool

Franski miðjumaðurinn Boubakary Soumaré, til hægri, er kominn til Leicester …
Franski miðjumaðurinn Boubakary Soumaré, til hægri, er kominn til Leicester sem kaupir hann af Lille fyrir 17 milljónir punda. Soumaré er 22 ára og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakklands. AFP

LEICESTER
Knattspyrnustjóri: Brendan Rodgers (N-Írlandi) frá 26. febrúar 2019.
Lokastaðan 2020-21: 5. sæti og bikarmeistari.

Komnir:
31.8. Ademola Lookman frá RB Leipzig (Þýskalandi) (lán)
13.8. Jannik Vestergaard frá Southampton
15.7. Ryan Bertrand frá Southampton
  2.7. Boubakary Soumare frá Lille (Frakklandi)
30.6. Patson Daka frá Salzburg (Austurríki)

Farnir:
31.8. Dennis Praet til Torino (Ítalíu) (lán)
  3.8. George Hirst til Portsmouth (lán)

Franski miðvörðurinn Ibrahima Konaté er kominn til Liverpool frá RB …
Franski miðvörðurinn Ibrahima Konaté er kominn til Liverpool frá RB Leipzig í Þýskalandi fyrir 35 milljónir punda. Hann er 22 ára gamall og lék með Leipzig í fjögur ár og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Frakka. AFP

LIVERPOOL
Knattspyrnustjóri: Jürgen Klopp (Þýskalandi) frá 8. október 2015.
Lokastaðan 2020-21: 3. sæti.

Komnir:
28.5. Ibrahima Konaté frá RB Leipzig (Þýskalandi)

Farnir:
31.8. Rhys Williams til Swansea (lán)
23.8. Xherdan Shaqiri til Lyon (Frakklandi)
23.8. Ben Woodburn til Hearts (Skotlandi) (lán)
16.8. Ben Davies til Sheffield United (lán)
24.7. Harry Wilson til Fulham
20.7. Marco Grujic til Porto (Portúgal)
  8.7. Liam Millar til Basel (Sviss)
  1.7. Ozan Kabak til Schalke (Þýskalandi) (úr láni)
10.6. Georginio Wijnaldum til París SG (Frakklandi)

Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish er kominn til Manchester City frá …
Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish er kominn til Manchester City frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda og er þar með orðinn dýrasti knattspyrnumaður Englands frá upphafi. AFP

MANCHESTER CITY
Knattspyrnustjóri: Pep Guardiola (Spáni) frá 1. júní 2016.
Lokastaðan 2020-21: Englandsmeistari.

Komnir:
5.8. Jack Grealish frá Aston Villa

Farnir:
31.8. Tommy Doyle  til Hamburger SV (Þýskalandi) (lán)
31.8. Philippe Sanders til Troyes (Frakklandi) (lán)
31.8. Patrick Roberts til Troyes (Frakklandi) (lán)
23.8. Morgan Rogers til Bournemouth (lán)
16.7. Lukas Nmecha til Wolfsburg (Þýskalandi)
  7.7. Adrián Bernabé til Parma (Ítalíu)
28.6. Taylor Harwood-Bellis til Anderlecht (Belgíu) (lán)
  1.6. Eric García til Barcelona (Spáni)
31.5. Sergio Agüero til Barcelona (Spáni)

Enski landsliðsmaðurinn Jadon Sancho er kominn til Manchester United frá …
Enski landsliðsmaðurinn Jadon Sancho er kominn til Manchester United frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda og samdi við félagið til fimm ára. AFP

MANCHESTER UNITED
Knattspyrnustjóri: Ole Gunnar Solskjær (Noregi) frá 19. desember 2018.
Lokastaðan 2020-21: 2. sæti.

Komnir:
27.8. Cristiano Ronaldo frá Juventus (Ítalíu)
14.8. Raphaël Varane frá Real Madrid (Spáni)
23.7. Jadon Sancho frá Dortmund (Þýskalandi)
  2.7. Tom Heaton frá Aston Villa
  1.7. Jesse Lingard frá West Ham (úr láni)

Farnir:
31.8 Daniel James til Leeds
23.8. Brandon Williams til Norwich (lán)
18.8. Andreas Pereira til Flamengo (Brasilíu) (lán)
16.8. Ethan Laird til Swansea (lán)
  8.8. Axel Tuanzebe til Aston Villa (lán)
  9.7. Tahith Chong til Birmingham (lán)

Joe Willock er kominn til Newcastle frá Arsenal fyrir 22 …
Joe Willock er kominn til Newcastle frá Arsenal fyrir 22 milljónir punda en hann var í láni hjá félaginu hluta af síðasta tímabili. AFP

NEWCASTLE
Knattspyrnustjóri: Steve Bruce frá 17. júlí 2019.
Lokastaðan 2020-21: 12. sæti.

Komnir:
31.8. Santiago Munoz frá Santos Laguna (Mexíkó) (lán)
13.8. Joe Willock frá Arsenal

Farnir:
27.8. Matty Longstaff til Aberdeen (Skotlandi) (lán)

Skoski miðjumaðurinn Billy Gilmour er kominn til Norwich í láni …
Skoski miðjumaðurinn Billy Gilmour er kominn til Norwich í láni frá Chelsea. Hann er tvítugur og spilaði tvo af þremur leikjum Skota á EM í sumar. AFP

NORWICH
Knattspyrnustjóri: Daniel Farke (Þýskalandi) frá 25. maí 2017.
Lokastaðan 2020-21: 1. sæti B-deildar.

Komnir:
31.8 Mathias Normann frá Rostov (Rússlandi) (lán)
30.8. Ozan Kabak frá Schalke (Þýskalandi) (lán)
29.8. Mathias Normann frá Rostov (Rússlandi)
23.8. Brandon Williams frá Manchester United (lán)
12.9. Christos Tzolis frá PAOK (Grikklandi)
  9.8. Josh Sargent frá Werder Bremen (Þýskalandi)
13.7. Pierre Lees-Melou frá Nice (Frakklandi)
  2.7. Billy Gilmour frá Chelsea (lán)
23.6. Angus Gunn frá Southampton

Farnir:
29.8. Onal Hernández til Middlesbrough (lán)
25.8. Jordan Hugill til WBA (lán)
17.8. Örjan Nyland til Bournemouth
17.8. Tyrese Omotoye til Leyton Orient (lán)
10.8. Louis Thompson til Portsmouth
  6.7. Josip Drmic til Rijeka (Króatíu) (lán)
  5.7. Mario Vrancic til Stoke
  2.7. Daniel Barden til Livingston (Skotlandi) (lán)
  1.7. Josh Martin til MK Dons (lán)
10.6. Emiliano Buendia til Aston Villa

Adam Armstrong er kominn til Southampton sem keypti hann af …
Adam Armstrong er kominn til Southampton sem keypti hann af Blackburn fyrir 15 milljónir punda. Hann er 24 ára sóknarmaður sem skoraði 49 mörk í 130 deildaleikjum fyrir Blackburn. AFP

SOUTHAMPTON
Knattspyrnustjóri: Ralph Hasenhüttl (Austurríki) frá 5. desember 2018.
Lokastaðan 2020-21: 15. sæti.

Komnir:
25.8. Lyanco frá Torino (Ítalíu)
24.8. Thierry Small frá Everton
10.8. Adam Armstrong frá Blackburn
10.8. Armando Broja frá Chelsea (lán)
  2.7. Romain Perraud frá Brest (Frakklandi)
18.5. Theo Walcott frá Everton

Farnir:
31.8. Michael Obafemi til Swansea
13.8. Jannik Vestergaard til Leicester
  4.8. Danny Ings til Aston Villa
26.7. Mario Lemina til Nice (Frakklandi)
15.7. Ryan Bertrand til Leicester
14.7. Dan Nlundulu til Lincoln (lán)
12.7. Alex Jankewitz til Young Boys (Sviss)
23.6. Angus Gunn til Norwich
22.6. Kayne Ramsay til Crewe (lán)

Argentínski varnarmaðurinn Cristian Romero er kominn til Tottenham frá Atalanta …
Argentínski varnarmaðurinn Cristian Romero er kominn til Tottenham frá Atalanta fyrir 47 milljónir punda. Hann var kjörinn besti varnarmaður ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili. AFP

TOTTENHAM
Knattspyrnustjóri: Nuno Espirito Santo (Portúgal) frá 30. júní 2021.
Lokastaðan 2020-21: 7. sæti.

Komnir:
31.8. Emerson Royal frá Barcelona (Spáni)
27.8. Papa Matar Sarr frá Metz (Frakklandi) (lánaður aftur til Metz)
  6.8. Cristian Romero frá Atalanta (Ítalíu)
26.7. Bryan Gil frá Sevilla (Spáni)
24.7. Pierluigi Collini frá Atalanta (Ítalíu) (lán)

Farnir:
31.8. Cameron Carter-Vickers til Celtic (Skotlandi) (lán)
27.8. Moussa Sissoko til Watford
  3.8. Joe Hart til Celtic (Skotlandi)
27.7. Toby Alderweireld til Al-Duhail (Katar)
26.7. Erik Lamela til Sevilla (Spáni)
24.7. Paulo Gazzaniga til Fulham
16.6. Danny Rose til Watford
11.6. Juan Foyth til Villarreal (Spáni)

Bakvörðurinn reyndi Danny Rose er kominn til nýliða Watford frá …
Bakvörðurinn reyndi Danny Rose er kominn til nýliða Watford frá Tottenham en hann spilaði ekkert á síðasta tímabili. Rose er 31 árs, lék 156 úrvalsdeildarleiki fyrir Tottenham á fjórtán árum og hefur spilað 29 landsleiki fyrir England. AFP

WATFORD
Knattspyrnustjóri: Xisco Munoz (Spáni) frá 21. desember 2020.
Lokastaðan 2020-21: 2. sæti B-deildar.

Komnir:
27.8. Moussa Sissoko frá Tottenham
19.8. Ozan Tufan frá Fenerbache (Tyrklandi) (lán)
  6.8. Juraj Kucka frá Parma (Ítalíu) (lán)
  9.7. Joshua King frá Everton
  9.7. Peter Etebo frá Stoke (lán)
  9.7. Dapo Mebude frá Rangers (Skotlandi) - lánaður til Wimbledon
23.6. Emmanuel Dennis frá Club Brugge (Belgíu)
16.6. Danny Rose frá Tottenham
11.6. Ashley Fletcher frá Middlesbrough
  1.6. Imran Louza frá Nantes (Frakklandi)
27.5. Mattie Pollock frá Grimsby - lánaður til Cheltenham

Farnir:
31.8. Domingos Quina til Fulham (lán)
31.8. Andre Gray til QPR (lán)
30.8. Troy Deeney til Birmingham
28.8. Will Hughes til Crystal Palace
26.8. Isaac Success til Udinese (Ítalíu)
17.8. Joseph Hungbo til Ross County (Skotlandi) (lán)
12.8. Tom Dele-Bashiru til Reading (lán)
  7.8. Philip Zinckernagel til Nottingham Forest (lán)
24.6. Ben Wilmot til Stoke

Franski varnarmaðurinn Kurt Zouma er kominn til West Ham frá …
Franski varnarmaðurinn Kurt Zouma er kominn til West Ham frá Chelsea fyrir tæpar 30 milljónir punda. AFP

WEST HAM
Knattspyrnustjóri: David Moyes (Skotlandi) frá 29. desember 2019.
Lokastaðan 2020-21: 6. sæti.

Komnir:
31.8. Alex Král frá Spartak Moskva (Rússlandi)
31.8. Nikola Vlasic frá CSKA Moskva (Rússlandi)
28.8. Kurt Zouma frá Chelsea
29.7. Alphonse Areola frá París SG (Frakklandi) (lán)

Farnir:
30.8. Mipo Odubeko til Huddersfield (lán)
16.7. Felipe Anderson til Lazio (Ítalíu)
  1.7. Jesse Lingard til Manchester United (úr láni)

Francisco Trincao verður í röðum Wolves á næsta tímabili í …
Francisco Trincao verður í röðum Wolves á næsta tímabili í láni frá Barcelona en hann er 21 árs portúgalskur kantmaður sem lék 28 deildaleiki með Barcelona á síðasta tímabili og hefur spilað 6 landsleiki fyrir Portúgal. AFP

WOLVES
Knattspyrnustjóri: Bruno Lage (Portúgal) frá 9. júní 2021.
Lokastaðan 2020-21: 13. sæti.

Komnir:
29.8. Hee Chan Hwang frá RB Leipzig (Þýskalandi) (lán)
15.7. José Sa frá Olympiacos (Grikklandi)
  9.7. Rayan Ait-Nouri frá Angers (Frakklandi)
  4.7. Francisco Trincao frá Barcelona (Spáni) (lán)
17.6. Yerson Mosquera frá Atlético Nacional (Kólumbíu)

Farnir:
31.8. Morgan Gibbs-White til Sheffield United (lán)
20.8. Rafa Mir til Sevilla (Spáni)
20.8. Owen Otasowie til Club Brugge (Belgíu)
  6.8. Taylor Perry til Cheltenham (lán)
13.7. Rui Patricio til Roma (Ítalíu)

mbl.is