Endurkoma Ronaldos það sem hæst ber um helgina

Enska úrvalsdeildin snýr aftur með pompi og prakt um helgina þegar tíu leikir fara fram í 4. umferðinni, þar af níu á laugardeginum.

Þar ber hæst endurkoma Cristiano Ronaldos í raðir Manchester United, sem tekur á móti Newcastle United klukkan 14 á laugardag.

Ronaldo skoraði einmitt einu þrennu sína fyrir Man United gegn Newcastle, fyrir 13 árum síðan í úrvalsdeildinni á Old Trafford.

Fjöldi annarra spennandi viðureigna fara fram um helgina, þar á meðal Leicester City gegn Englandsmeisturum Manchester City, sem einnig fer fram klukkan 14 á laugardag.

Þá er ógetið forvitnilegs slags milli Leeds United of Liverpool á sunnudaginn.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, fer yfir 4. umferðina í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert