Geta gert City skráveifu með hröðum sóknum

Matt Holland, fyrrverandi leikmaður Charlton Athletic og Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni, segir að Leicester City geti velgt Manchester City undir uggum með skyndisóknum.

Holland segir liðin styðjast við ólíkan leikstíl. Helsti styrkur Leicester er fólginn í því að sækja hratt og þannig getur liðið sært Englandsmeistara Man City, sem vilja á hinn bóginn ávallt halda boltanum og stýra leiknum þannig.

Vangaveltur Hollands um þessa athyglisverðu viðureign má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is