Líklega dáðasti leikmaður í sögu United

„Cristiano Ronaldo er líklega dáðasti leikmaður í sögu Manchester United,“ sagði Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmaður félagsins, þegar hann ræddi endurkomu Ronaldos til félagsins.

Ronaldi gekk til liðs við enska félagið í sumar frá Juventus en hann lék með enska félaginu frá 2003 til ársins 2009 þegar hann gekk til liðs við Real Madrid.

Hann lék 292 leiki fyrir United í öllum keppnum þar sem hann skoraði 118 mörk og lagði upp önnur 69.

„Það átti enginn von á því að Ronaldo myndi koma aftur til félagsins og hann er klárlega einn af bestu leikmönnum sögunnar,“ sagði Hargreaves.

„Hann er vissulega orðinn 36 ára gamall en hann er yngsti 36 ára gamli leikmaður í heiminum í dag,“ sagði Hargreaves meðal annars.

mbl.is