Ekki stórmál að hafa ekki fengið inn framherja

Matt Holland, fyrrverandi leikmaður Charlton Athletic og Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni, telur að þrátt fyrir að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hafi ekki náð kaupa framherja í sumar muni liðið spjara sig vel á tímabilinu.

„Ég tel að það sé nokkuð augljóst að Pep Guardiola hefði viljað fá inn „níu“ en það tókst ekki. Það er ekkert stórmál tel ég.

[Sergio ]Agüero spilaði aðeins sjö leiki á síðasta tímabili og þeir unnu samt titilinn og það á frekar þægilegan hátt. Þeir unnu titilinn með því að spila fjölda mismunandi leikmanna í þeirri stöðu, Guardiola finnur alltaf leið,“ sagði Holland.

Í spilaranum hér að ofan fer hann yfir þann fjölda vopna sem Englandsmeistarar Man City búa yfir en bætir þó við að líklega verði erfiðara að vinna ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili en því síðasta.

mbl.is