Fyrirliðinn hetja Arsenal (myndskeið)

Arsenal fagnaði sínum fyrsta sigri á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er liðið lagði Norwich, 1:0, á heimavelli.

Fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið er hann fylgdi á eftir skoti frá Nicolas Pépé á 66. mínútu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is