Ný hetja í London (myndskeið)

Frakkinn Odsonne Édouard gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk á sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 3:0-sigri Crystal Palace gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Édouard kom til Palace frá Celtic á dögunum og var að leika sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is