Ótrúlegt hve sprækur hann er ennþá

Matt Holland, fyrrverandi leikmaður Charlton Athletic og Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni, er uppfullur hróss í garð sóknarmannsins Jamie Vardy hjá Leicester City.

Vardy er 34 ára gamall en er þrátt fyrir það eldsprækur, vinnusamur og hefur náð að halda í eitt sitt helsta vopn, hraðann, þrátt fyrir að vera kominn á efri ár á hæsta stigi knattspyrnunnar.

Holland hrósar einnig Ferran Torres, sem er núna sóknarmaður númer eitt hjá Manchester City eftir að Sergio Aguero yfirgaf félagið, og það þrátt fyrir að vera vængmaður í grunninni.

Leicester City fær Manchester City í heimsókn í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 14 í dag og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Sjá má Holland ræða um Vardy og Torres í spilaranum hér að ofan.

mbl.is