Burnley bíður eftir fyrsta sigrinum

Andros Townsend skorar fyrir Everton í kvöld.
Andros Townsend skorar fyrir Everton í kvöld. AFP

Burnley, lið Jóhanns Bergs Guðmundssonar, bíður enn eftir fyrsta sigrinum í ensku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili. 

Burnley tapaði í kvöld fyrir Everton 3:1 í Liverpool. Markalaust var að loknum fyrri hálfleik en Burnley komst yfir á 54. mínútu þegar Jóhann lagði upp mark fyrir Ben Mee. 

Markið dugði þó skammt. Michael Keane jafnaði á 60. mínútu og leikmenn Everton létu kné fylgja kviði. Andros Townsend skoraði á 65. mínútu og Demarai Gray á 67. mínútu. 

mbl.is