City með augastað á miðjumanni Leeds

Kalvin Phillips hefur slegið í gegn með Leeds og enska …
Kalvin Phillips hefur slegið í gegn með Leeds og enska landsliðinu. AFP

Kalvin Phillips, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Leeds United, er á óskalista Englandsmeistara Manchester City. Það er spænski miðillinn Fichaje sem greinir frá þessu.

Pep Guardiola, stjóri City, er sagður mikill aðdáandi Phillips sem sló í gegn með enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar þar sem England hafnaði í öðru sæti eftir tap gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Wembley í júlí.

Phillips, sem er 25 ára gamall, er uppalinn hjá Leeds og hefur leikið með liðinu allan sinn feril en hann á að baki 215 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað fjórtán mörk og lagt upp önnur tólf.

Samningur hann við enska félagið rennur út sumarið 2014 en hann alls á hann að baki sautján landsleiki fyrir England.

Phillips er algjör lykilmaður í liði Leeds en hann er verðmetinn á 50 milljónir punda.

mbl.is