Fær að æfa en ólíklegt að hann semji

Jack Wilshere í leik með West Ham United gegn Liverpool …
Jack Wilshere í leik með West Ham United gegn Liverpool fyrir þremur árum. AFP

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal, segir að félagið vilji gjarna hjálpa Jack Wilshere að koma ferli sínum af stað á ný en að ólíklegt sé að samið verði við hann.

Í síðustu viku greindi Arteta frá því að hann hafi boðið sínum fyrrum liðsfélaga að æfa með liðinu.

Wilshere er um þessar mundir samningslaus og í leit að nýju félagi eftir að hafa yfirgefið enska B-deildarliðið Bournemouth eftir stutta dvöl.

„Við erum að ræða við Jack með það fyrir að skilja hvað hann hefur þörf fyrir, hverju hann er að leita að. Við erum reiðubúnir að hjálpa honum eins mikið og við mögulega getum. Þannig er staðan og hann veit af því,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag.

Spurður hvort það væri möguleiki á því að Wilshere myndi klæðast Arsenal-treyjunni á ný svaraði Arteta: „Ég myndi ekki ganga svo langt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert