Bæði lið bíða eftir fyrsta sigrinum

Raphinha fagnar marki sínu í kvöld.
Raphinha fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Newcastle United og Leeds United gerðu jafntefli á St. James Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Newcastle í kvöld. 

Raphinha kom Leeds yfir á 13. mínútu en Allan Saint-Maximin jafnaði á 44. mínútu. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og úrslitin því 1:1. 

Newcastle er með tvö stig eftir að hafa gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum. Leeds er með 3 stig eftir að hafa gert þrjú jafntefli og tapað tveimur. 

mbl.is