Gæti slegið í gegn í ensku deildinni (myndskeið)

Spænski miðjumaðurinn Saúl Níguez gekk á dögunum í raðir Chelsea á lánssamningi frá Atlético Madrid. Níguez lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í 3:0-sigri gegn Aston Villa um síðustu helgi.

Tim Sherwood, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og knattspyrnustjóri Tottenham, segir Níguez hafa alla burði til að verða stórstjarna í ensku úrvalsdeildinni, en hann var tekinn af velli í hálfleik í leiknum gegn Aston Villa og átti ekki góðan leik.

Innslagið hjá Sherwood má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is