Glæsimark innsiglaði sigur Liverpool (myndskeið)

Naby Keita innsiglaði 3:0-sigur Liverpool á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með glæsilegu marki.

Keita skaut viðstöðulaust í bláhornið fjær eftir hornspyrnu og gulltryggði góðan sigur. Sadio Mané og Mo Salah skoruðu fyrstu tvö mörkin, en þau komu bæði eftir hornspyrnur.

Mörkin og önnur tilþrif úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is