Megum búast við hörkuleik (myndskeið)

Nágrannaliðin Totten­ham og Chel­sea eig­ast við í ensku úr­vals­deild­inni í knattspyrnu klukk­an 15:30 í dag.

Tim Sherwood er einvíginu vel kunnur en hann spilaði á sínum tíma með Tottenham ásamt því að hafa verið knattspyrnustjóri liðsins. Í klippunni hér að ofan fer hann aðeins yfir nágrannaslaginn en búast má við hörkuleik.

Mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is