Besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar

Kalvin Phillips hefur slegið í gegn með Leeds og enska …
Kalvin Phillips hefur slegið í gegn með Leeds og enska landsliðinu. AFP

Kalvin Phillips er besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu að mati Gary Nevilles, sparkspekings hjá Sky Sports.

Phillips, sem er 25 ára gamall, hefur slegið í gegn á Englandi undanfarna mánuði en hann átti stórleik með enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar þar sem England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik í vítakeppni á Wembley.

Hann hefur verið orðaður stærstu lið Englands undanfarnar vikur en samningur hans við Leeds rennur út sumarið 2024.

„Hann byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni fyrir tólf mánuðum og er nú þegar orðinn besti miðjumaður deildarinnar,“ sagði Neville á Sky Sports.

„Við erum alltaf að reyna að teikna leikmenn upp sem steríótýpur; hann er varnarsinnaður miðjumaður eða sóknarsinnaður miðjumaður. Phillips er miðjumaður sem getur allt.

Hann hleypur, tæklar, er góður sendingamaður og hann getur varist. Hann er ótrúlegur satt best að segja. Hann hleypur mest allra og vinnan sem hann leggur á sig fyrir Leeds og enska landsliðið er mögnuð.

Hann leiðir svo sannarlega með fordæmi,“ bætti Neville við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert