Sóknarmaður Liverpool byrjaður að æfa á ný

Roberto Firmino getur brátt tekið gleði sína á ný.
Roberto Firmino getur brátt tekið gleði sína á ný. AFP

Brasilíski sóknarmaðurinn Roberto Firmino, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur hafið æfingar á ný eftir að hafa misst af síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla.

Firmino hefur verið fjarri góðu gamni frá því fyrir landsleikjahlé og er því búinn að missa af tveimur deildarleikjum, 3:0 sigrum gegn Leeds United og Crystal Palace, auk 3:2 sigurs Liverpool gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu.

Hann hefur sem áður segir hafið æfingar á ný en verður þó ekki til taks í útileiknum gegn Norwich City í deildabikarnum annað kvöld.

Firmino gæti hins vegar náð næsta deildarleik á laugardaginn, en þá heimsækir Liverpool nýliða Brentford.

mbl.is