Chelsea og Tottenham komust áfram

Cameron Archer skoraði fyrir Villa í venjulegum leiktíma og Reece …
Cameron Archer skoraði fyrir Villa í venjulegum leiktíma og Reece James skoraði úr síðustu spyrnu Chelsea. AFP

Chelsea og Tottenham komust í kvöld áfram í 4. umferð ensku deildabikarsins í knattspyrnu í kvöld en Lundúnaliðin lentu bæði í vítaspyrnukeppnum gegn úrvalsdeildarliðum. 

Tottenham heimsótto Wolves en þar var staðan 2:2 eftir venjulegan leiktíma. Tanguy Ndombélé og Harry Kane komu Tottenham 2:0 yfir eftir 23 mínútur. Leander Dendoncker og Daniel Podence höfðu jafnað fyrir Wolves þegar 58 mínútur voru liðnar. 

Kane, Sergio Reguilón og Bryan Gil skoruðu úr þremur fyrstu spyrnum Tottenham í vítakeppninni og það dugði til sigurs því Wolves brenndi af þremur síðustu spyrnum liðsins. Hee-Chan HWang og Joao Moutinho skoruðu fyrir Wolves í vítakeppninni. 

Chelsea og Aston Villa áttust við á Stamford Bridge og þar var staðan 1:1 eftir venjulegan leiktíma. Timo Werner skoraði á 54. mínútu fyrir Chelsea og Cameron Archer jafnaði á 64. mínútu. 

Chelsea vann vítakeppnina 4:3. Romelu Lukaku, Mason Mount, Ross Barkley og Reece James skoruðu fyrir Chelsea í vítakeppninni en Anwar El Ghazi, Ezri Konsa og Emiliano Buendía fyrir Villa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert