Í leikmannahóp United í fyrsta sinn í langan tíma

Phil Jones og Anthony Martial gæti fengið tækifæri í byrjunarliði …
Phil Jones og Anthony Martial gæti fengið tækifæri í byrjunarliði United í kvöld. AFP

Phil Jones er í leikmannahóp enska knattspyrnufélagsins Manchester United sem tekur á móti West Ham í 3. umferð enska deildabikarsins á Old Trafford í kvöld.

Varnarmaðurinn, sem er 29 ára gamall, gekk til liðs við United frá Blackburn árið 2011 en hann lék síðast með liðinu í janúar 2020.

Hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin ár en alls á hann að baki 224 leiki fyrir United í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað sex mörk.

Jones varð Englandsmeistari með United árið 2013 og bikarmeistari árið 2016. United vildi losna við hann í sumar en hann ákvað að vera áfram og berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu.

mbl.is