Húðlatur Martial

Anthony Martial átti ekki sinn besta leik gegn West Ham …
Anthony Martial átti ekki sinn besta leik gegn West Ham í gær. AFP

Anthony Martial átti ekki sinn besta leik gegn West Ham í 3. umferð enska deildarbikarsins á Old Trafford í Manchester í gær en leiknum lauk með 1:0-sigri West Ham.

Dion Dublin, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var ekki hrifinn af frammistöðu franska sóknarmannsins en Dublin starfar í dag sem sparkspekingur hjá BBC.

„Martial er leikmaður sem við viljum öll sjá miklu meira frá, sérstaklega stuðningsmenn United,“ sagði Dublin.

„Hann er með vonda líkamstjáningu og það er hreinasta hörmung að fylgjast með honum oft á tíðum, hann virkar bara latur á mann.

„Ég vil sjá hann svitna miklu meira inn á vellinum og skora. Hann hefur ekki gert neitt hjá félaginu og loksins þegar maður heldur að hann sé að komast á flut brotlendir hann með svona frammistöðum,“ bætti Dublin pirraður við.

mbl.is