Liverpool á toppinn eftir sex marka jafntefli

Mo Salah í góðu færi í dag. David Raya er …
Mo Salah í góðu færi í dag. David Raya er til varnar. AFP

Brentford og Liverpool skildu jöfn, 3:3, í mögnuðum slag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Liverpool er eitt á toppi deildarinnar með 14 stig. Brentford er í níunda með níu stig.

Brentford byrjaði með látum og Ethan Pinnock skoraði fyrsta markið á 27. mínútu er hann mætti á fjærstöngina og skroaði af stuttu færi. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Diogo Jota með skalla og var staðan í hálfleik 1:1.

Mo Salah kom Liverpool yfir á 54. mínútu með huggulegri afgreiðslu eftir langa sendingu frá Fabinho en níu mínútum síðar skoraði Vitaly Janelt með skalla af stuttu færi.

Liverpool komst yfir í annað skipti á 67. mínútu með marki frá Curtis Jones er hann negldi í varnarmann og í netið, utan teigs. Brentford átti hinsvegar lokaorðið því Yoane Wissa jafnaði í 3:3 á 82. mínútu með skoti af stuttu færi og þar við sat.

Brentford 3:3 Liverpool opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma. Fáum við sigurmark?
mbl.is