Dramatískur sigur Villa á Old Trafford

Aston Villa vann sætan sigur á Manchester United í dag.
Aston Villa vann sætan sigur á Manchester United í dag. AFP

Aston Villa varð í dag fyrsta liðið til að vinna Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni en lokatölur á Old Trafford urðu 1:0, Aston Villa í vil.

Kortney Hause skoraði sigurmark Villa á 88. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Aðeins mínútu síðar fékk Hause dæmda á sig vítaspyrnu en Bruno Fernandes skaut hátt yfir úr spyrnunni og Villa-menn fögnuðu dramatískum sigri.

Villa fékk heilt yfir fleiri og betri færi, en gestirnir fengu þrjú úrvalsfæri í fyrri hálfleiknum. Bakvörðurinn Matt Targett fékk það besta en hann skóflaði boltanum yfir með opið mark fyrir framan sig. Hinum megin var Mason Greenwood áberandi, en hann fór illa með nokkur fín færi.

Cristiano Ronaldo komst lítið inn í leikinn og fyrir aftan hann tókst Paul Pogba og Bruno Fernandes ekki að skapa mikið af færum. Villa varðist vel og sigldi sætum sigri í höfn.

Man. Utd 0:1 Aston Villa opna loka
90. mín. Mason Greenwood (Man. Utd) á skot framhjá Rétt framhjá. Mínúta eftir af uppbótartímanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert