VAR-dramatík í sigri Everton (myndskeið)

Everton vann 2:0-sigur á Norwich á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Andros Townsend kom Everton yfir í fyrri hálfleik og Abdoulaye Doucouré bætti við öðru marki í seinni hálfleik.

Markið hjá Townsend kom úr víti eftir skoðun í VAR en leikmenn Norwich voru allt annað en sáttir.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is