Enginn svekktari en ég

Ole Gunnar Solskjær stappaði stálinu í Bruno Fernandes sem gekk …
Ole Gunnar Solskjær stappaði stálinu í Bruno Fernandes sem gekk hnugginn af velli í gær. AFP

Portú­galski miðjumaður­inn Bruno Fern­and­es hefur lofað því að koma tvíefldur til baka eftir að hann klikkaði á vítapunktinum á ögurstundu í leik Manchester United og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Fernandes var markahæsti leikmaður United á síðustu leiktíð og hefur hann almennt verið öruggur á vítapunktinum. Þetta var aðeins hans annað klúður í 23 spyrnum. Honum tókst þó ekki að tryggja liði sínu stig í uppbótartíma á Old Trafford eftir að Kortney Hause kom Aston Villa í forystu nokkrum mínútum áður.

„Það er engin svekktari en ég yfir þessu,“ skrifaði Portúgalinn á Instagram. „Takk fyrir stuðninginn, og fyrir að syngja nafnið mitt í leikslok. Ég mun koma sterkari til baka.“

mbl.is