Hann þarf að skora mörk (myndskeið)

Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur átt erfitt uppdráttar hjá Tottenham undanfarið en skoraði en virðist þó vera í áformum nýja knattspyrnustjórans, Nuno Espi­rito Santo.

Alli hefur komið við sögu í flestum leikjum Tottenham það sem af er leiktíðar og er hann búinn að skora eitt mark og leggja upp annað. Glenn Hoddle, fyrr­ver­andi leikmaður og knatt­spyrn­u­stjóri Totten­ham, segir Dele Alli vera miðjumann sem geti skorað mörk og að hann þurfi á þeim að halda til að öðlast meira sjálfstraust og spila betur.

Hoddle ræðir Alli og aðra lykilmenn Tottenham í myndskeiðinu hér að ofan en liðið mætir nágrönnum sínum í Arsenal í stórleik dagsins klukkan 15:30 í dag.

mbl.is