„Þeir rústuðu okkur“

Hugo Lloris fær á sig mark í dag.
Hugo Lloris fær á sig mark í dag. AFP

Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, viðurkenndi að hann og liðsfélagar hans hafi ekki átt möguleika í Arsenal er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal vann 3:1-heimasigur.

„Við misstum alla stjórn í fyrri hálfleik og þeir rústuðu okkur,“ sagði Lloris hreinskilinn við Sky eftir leik.

„Þetta er pirrandi og mikil vonbrigði. Við þurfum að standa saman og halda áfram. Þegar þú færð á þig þrjú mörk í þremur leikjum í röð er eitthvað að. Við erum hinsvegar atvinnumenn og við höldum áfram,“ bætti Lloris við.

Tottenham byrjaði tímabilið á þremur 1:0-sigrum í röð en hefur tapað þremur síðustu leikjum og fengið á sig þrjú mörk í þeim öllum. 

mbl.is