„Eins og Tryggvi Guðmunds gerði sirka þúsund sinnum“

„Það er oft gott að lofta honum bara fram þegar maður er undir pressu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport í gær þegar rætt var um leik Brentford og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Leiknum lauk með 3:3-jafntefli en Brentford komst yfir í leiknum áður en Diogo Jota jafnaði metin fyrir Liverpool um miðjan fyrri hálfleikinn.

Liverpool komst svo tvívegis yfir í leiknum, 2:1 og 3:2, en allt tókst Brentford að koma til baka.

„Þeir voru í smá brasi með þá og mörkin sem Liverpool fékk á sig, sérstaklega annað og þriðja markið, voru frekar ódýr,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson.

„Það má ekki gleymast að Brentford eru nýliðar í deildinni og adrenalínið sem fylgir því að spila gegn liði eins og Liverpool er gríðarlegt,“ sagði Eiður.

„Þú ert að spila á móti mögulega besta liði Evrópu í dag og það gefur þeim mikinn aukakraft,“ sagði Eiður meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert