Fór ekki með Liverpool til Portúgals

Trent Alexander-Arnold er ekki í leikmannahópi Liverpool fyrir leikinn gegn …
Trent Alexander-Arnold er ekki í leikmannahópi Liverpool fyrir leikinn gegn Porto. AFP

Trent Alexander-Arnold, bakvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, fór ekki með liðinu til Portúgals í kvöld. Það er Mirror sem greinir frá þessu.

Liverpool heimsækir Porto í B-riðli Meistaradeildarinnar á morgun í Portúgal en Alexander-Arnold sneri aftur í byrjunarlið Liverpool um helgina gegn Brentford eftir veikindi.

Liverpool tekur á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar hinn 3. október en bæði lið eru í harði baráttu á toppi deildarinnar.

Alexander-Arnold gæti því misst af stórleiknum gegn City um næstu helgi en Liverpool hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru bakvarðarins.

mbl.is