Kemst Potter með Brighton á toppinn?

Graham Potter knattspyrnustjóri Brighton hefur fagnað fjórum sigrum í fyrstu …
Graham Potter knattspyrnustjóri Brighton hefur fagnað fjórum sigrum í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. AFP

Liðin fjögur sem flestir spá fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa raðað sér nákvæmlega þar. Í kvöld gæti hinsvegar Brighton skákað þeim öllum og komst á topp deildarinnar.

Liverpool, Chelsea og Manchester United töpuðu öll stigum um helgina en Manchester City og Everton unnu sína leiki. Þar með er Liverpool með 14 stig á toppnum, Manchester City, Chelsea, Manchester United og Everton öll með 13 stig.

Brighton er hinvegar búið að vinna fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum, er í sjötta sæti með tólf stig, og fer í stutt ferðalag til Suður-London í kvöld og mætir þar Crystal Palace.

Takist Graham Potter og hans mönnum að krækja í þrjú stig á þessum erfiða útivelli komast þeir í efsta sætið með 15 stig. Á meðan er Crystal Palace aðeins í fimmtánda sætinu með einn sigur á tímabilinu og fimm stig.

mbl.is