Starfið í hættu hjá Santo?

Það gengur ekkert upp hjá Nuno Espírito Santo og Tottenham …
Það gengur ekkert upp hjá Nuno Espírito Santo og Tottenham þessa dagana. AFP

Nuno Espírito Santo, knattspyrnustjóri Tottenham, er valtur í sessi þessa dagana eftir slæmt gengi liðsins undanfarnar vikur.

Tottenham tapaði 0:3-gegn Arsenal í Norður-Lundúnaslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær en þetta var þriðji tapleikur liðsins í deildinni í röð.

Þá hefur liðið fengið á sig þrjú mörk í síðustu þremur deildarleikjum en spilamennska liðsins gegn Arsenal var afar slök og var liðið 0:3-undir í hálfleik.

Tottenham er sem stendur í ellefta sæti úrvalsdeildarinnar með 9 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool.

Santo er sá þriðji líklegasti til þess að vera rekinn samkvæmt enskum veðbönkum en aðeins Steve Bruce, stjóri Newcastle, og Daniel Farke, stjóri Norwich, þykja valtari í sessi.

Bæði Norwich og Newcastle eiga eftir að vinna leik á tímabilinu en Norwich er án stiga á botninum og Newcastle er í sautjánda sætinu með 3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert