Fyrirliðinn frá keppni næstu vikurnar

Harry Maguire er að glíma við meiðsli á ökkla.
Harry Maguire er að glíma við meiðsli á ökkla. AFP

Harry Maguire, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Manchester United, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Þetta tilkynnti Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, á blaðamannafundi í dag.

Maguire meiddist á kálfa í 0:1-tapi United gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford um nýliðna helgi.

Hann missir því af leik United gegn Villarreal í F-riðli Meistaradeildarinnar sem fram fer á Old Trafford á morgun en United þarf nauðsynlega á sigri að halda eftir tap gegn Young Boys í Sviss í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

„Þetta lítur ekki nægilega vel út hjá Harry því miður,“ sagði Solskjær á fundinum.

„Hann er að glíma við meiðsli á kálfa og gæti verið frá í einhverjar vikur,“ bætti Solskjær við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert