Markvörðurinn hetja Arsenal (myndskeið)

Aaron Ramsdale var hetja Arsenal er liðið gerði markalaust jafntefli við Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Brighton var töluvert sterkari aðilinn nánast allan leikinn og skapaði sér hættulegri færi. Ramsdale sá hinsvegar til þess að Arsenal hélt hreinu og fékk eitt stig.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is