S-Kóreumaðurinn hetja Úlfanna (myndskeið)

Suður-Kóreumaðurinn Hee-Chan Hwang reyndist hetja Wolves er liðið vann 2:1-sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Hann skoraði bæði mörk Úlfanna sem voru keimlík. Jeff Hendrick minnkaði muninn er hann skoraði með góðu skoti utan teigs, en það dugði ekki til.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is