City sendir kvörtun til Liverpool

Stemningin var gríðarleg á Anfield í dag en einhver virðist …
Stemningin var gríðarleg á Anfield í dag en einhver virðist hafa farið yfir strikið. AFP

Manchester City hefur sent Liverpool kvörtun vegna framkomu áhorfanda á Anfield í dag gagnvart starfsfólki Manchester City á leik toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem þar fór fram og lauk með jafntefli, 2:2.

Samkvæmt kvörtuninni hrækti viðkomandi áhorfandi á starfsfólkið á meðan leikurinn stóð yfir.

„Þau sögðu mér frá þessu en ég sá það ekki sjálfur. Ég er handviss um að Liverpool mun bregðast við þessu. Ég veit að félagið er stærra en svo að það þoli einhverjum svona  framkomu," sagði Pep Guardiola þegar hann var  spurður út í atvikið eftir leikinn.

mbl.is