Ræddu við Barnes á Anfield fyrir leikinn

John Barnes, einn af bestu knattspyrnumönnum í sögu Liverpool, hitti Bjarna Þór Viðarsson og Gylfa Einarsson frá Símanum Sport á Anfield rétt áður en leikur Liverpool og Manchester City hófst.

Bjarni og Gylfi fóru vel yfir leikinn og ræddu síðan ítarlega við Barnes um liðin og leikinn sem nú stendur yfir á Anfield og er sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is