Rígurinn aukist stöðugt með árunum (myndskeið)

Liverpool og Manchester City mætast í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.30 í dag.

Eftir að Manchester City fór að gera sig gildandi í toppbaráttu deildarinnar fyrir rúmum áratug fóru viðureignir liðanna að verða stærri og mikilvægari, sér í lagi þegar Liverpool var einnig í toppbaráttu.

Eftir að Jürgen Klopp tók við Liverpool í október 2015 og Pep Guardiola tók við Man City sumarið 2016 hefur rígurinn einungis aukist, sérstaklega undanfarin ár þar sem liðin tvö hafa verið á meðal allra bestu liða Evrópu.

Ríginn fluttu Klopp og Guardiola frá Þýskalandi þar sem þeir þjálfuðu Borussia Dortmund og Bayern München áður en þeir héldu til Englands. Guardiola hefur talað um „fallegan ríg“ milli þeirra.

Í myndskeiðinu hér að ofan er farið í saumana á þessum athyglisverða grannaslag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert