Rodri við Bjarna: Sá að stjórinn var pirraður

„Við erum ánægðir með að ná að jafna, en mér fannst við eiga meira skilið,“ sagði spænski miðjumaðurinn Rodri í samtali við Bjarna Þór Viðarsson á Símanum sport eftir jafntefli Manchester City og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í dag, 2:2.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var allt annað en sáttur með að James Milner hefði ekki fengið að líta rauða spjaldið fyrir brot á Bernardo Silva, þegar hann hafði þegar fengið gult spjald.

„Ég sá það ekki og var ekki að spá í það. Dómarinn vinnur sína vinnu. Ég sá að stjórinn var pirraður og kannski var góð ástæða fyrir því,“ sagði Rodri.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert