Van Dijk verður að haldast heill (myndskeið)

Glen Johnson, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur, segir að ef allt sé eðlilegt séu bæði Liverpool og Manchester City líkleg til að vinna ensku úrvalsdeildina.

Johnson bendir á að það gefi auga leið að ætli Liverpool sér að vera með í baráttunni verði bestu leikmenn þess að haldast heilir og nefnir hann varnarmanninn trausta Virgil van Dijk sérstaklega í því samhengi.

„Öll bestu lið heims þurfa á bestu leikmönnum sínum að halda, svo einfalt er það. Frammistöður van Dijk tala sínu máli en hann veitir liðsfélögum sínum einnig sjálfstraust. Ætli þeir sér að gera atlögu að titlinum verður hann að haldast heill,“ sagði Johnson.

Hann sagði Manchester City einnig vitanlega ógnarsterka og að þeir séu líklegastir til að hampa titlinum haldist lykilmenn heilir.

Vangaveltur Johnsons um Liverpool og Man City má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Leik­ur Li­verpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefst klukk­an 15.30 í dag og verður sýnd­ur í beinni út­send­ingu á Sím­an­um Sport. Upp­hit­un hefst hálf­tíma fyrr.

mbl.is