Samdi við Ronaldo í garðinum mínum

Gary Lineker er vinsæll sjónvarpsmaður og var einn dáðasti knattspyrnumaður …
Gary Lineker er vinsæll sjónvarpsmaður og var einn dáðasti knattspyrnumaður Englands á sínum tíma. AFP

Gary Lineker, knattspyrnusérfræðingur og fyrrverandi landsliðsmaður Englands og einn mesti markaskorari sögunnar þar í landi, hefur upplýst að Manchester United hafi gengið frá kaupum á Cristiano Ronaldo í garðinum sínum.

Lineker skýrði frá þessum óvenjulega gangi mála í hlaðvarpsþætti sínum, Match of the Day. Þannig háttar til að Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, er náinn vinur og nágranni Linekers.

„Hann gekk frá málunum varðandi Ronaldo í garðinum hjá mér. Hann kom gangandi með símann og var að ljúka samningum við Jorge  Mendes (umboðsmann Ronaldo). Ég á frábæra mynd af Ed í þessu símtali og gæti deilt því með ykkur einhvern tíma," sagði Lineker í þættinum.

Ed Woodward og Gary Lineker eru nágrannar og vinir.
Ed Woodward og Gary Lineker eru nágrannar og vinir. AFP
mbl.is