Leikmaður í úrvalsdeildinni handtekinn vegna kynferðislegs ofbeldis

Leikmenn Brighton í bláu og hvítu í leik í úrvalsdeildinni …
Leikmenn Brighton í bláu og hvítu í leik í úrvalsdeildinni í haust. AFP

Knattspyrnumaður úr enska úrvalsdeildarliðinu Brighton hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi í borginni síðustu nótt.

Lögregluyfirvöld í Sussex sögðu að tveir menn væru í varðhaldi, annar á fimmtugsaldri og hinn á þrítugsaldri, eftir að umrætt atvik átti sér stað.

Knattspyrnufélagið Brighton and Hove Albion staðfesti síðan í dag að leikmaður félagsins ætti í hlut.

„Brighton and Hove Albion veit af því að einn af leikmönnum liðsins er í samvinnu við lögregluyfirvöld vegna rannsóknar á meintum glæp. Félagið getur ekki sagt neitt frekar um málið af lagalegum ástæðum,“ sagði í yfirlýsingu Brighton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert