Kaupin á Newcastle gengin í gegn

Nýr eigandi Newcastle
Nýr eigandi Newcastle AFP

Kaup sádiarabíska krónprinsins Mohammed bin Salman á enska knattspyrnufélaginu Newcastle eru gengin í gegn. Fjárfestingahópur í forsvari bin Salman kaupir 80% hlut í félaginu en peningar félagsins koma í gegnum sádiarabíska ríkið. 

Mike Ashley fyrrum eigandi félagsins hefur reynt að selja það í mörg ár en stuðningsmenn Newcastle hafa ekki alltaf verið sáttir við hans störf. Nú er orðið ljóst að 14 ára eignartíð Ashley er lokið. 

Mike Ashley(til hægri)
Mike Ashley(til hægri)

Á síðasta ári reyndi sami fjárfestingahópur að kaupa félagið en þá gekk það ekki í gegn. Nú hafa kaupin hins vegar verið staðfest en forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar samþykktu nýjar skýringar á eignarhaldi hópsins.

Newcastle sitja í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir sjö umferðir. Þeir hafa ekki enn unnið leik og talið er að stjóri liðsins, Steve Bruce, verði látinn fara og nýr maður fenginn í staðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert