Leikmanni Brighton sleppt gegn tryggingu

Leikmenn Brighton í leik í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði. …
Leikmenn Brighton í leik í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði. Ekki hefur komið fram hvaða leikmaður liðsins var handtekinn. AFP

Leikmanni enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton & Hove Albion, sem var handtekinn aðfaranótt miðvikudags vegna gruns um kynferðisofbeldi, hefur verið verið sleppt úr haldi gegn tryggingu.

Í gær var greint frá því að leikmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn ásamt öðrum manni á fimmtugsaldri í tengslum við kynferðisofbeldi í garð konu á skemmtistað í Brighton.

Brighton & Hove Albion staðfesti svo að leikmaðurinn væri á mála hjá félaginu.

Í morgun var þeim báðum sleppt úr haldi gegn tryggingu fram til 3. nóvember á meðan málið er rannsakað.

Konan þiggur nú aðstoð sérfræðinga sem starfa hjá lögreglunni í Sussex.

Í yfirlýsingu frá Brighton & Hove Albion í morgun kom fram að félagið væri að hjálpa lögreglunni við rannsóknina en að því væri ekki unnt að tjá sig frekar þar sem málið væri í lagalegu ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert