Arteta kjörinn stjóri mánaðarins

Mikel Arteta fagnar marki í sigurleik Arsenal gegn erkifjendunum í …
Mikel Arteta fagnar marki í sigurleik Arsenal gegn erkifjendunum í Tottenham. AFP

Mikel Arteta, Spánverjinn hjá Arsenal, hefur verið útnefndur knattspyrnustjóri septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 

Arsenal byrjaði tímabilið mjög illa og sat á botni deildarinnar eftir að það tapaði þremur fyrstu leikjum sínum í ágúst. Í kjölfarið voru miklar vangaveltur um framtíð Arteta hjá félaginu. En Arsenal sneri blaðinu við í september og vann þar alla þrjá leiki sína en þar bar hæst sannfærandi 3:1 sigur á nágrönnunum og erkifjendunum í Tottenham. Liðið er nú um miðja deild.

Pep Guardiola hjá Manchester City, Jürgen Klopp hjá Liverpool, Graham Potter hjá Brighton og Dean Smith hjá Aston Villa voru einnig tilnefndir í kosningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert