Fallegasta markið í september - myndskeið

Andros Townsend sendir boltann í mark Burnley af um 30 …
Andros Townsend sendir boltann í mark Burnley af um 30 metra færi. AFP

Andros Townsend skoraði fallegasta markið í septembermánuði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu samkvæmt kosningu á  vegum deildarinnar.

Markið skoraði hann  fyrir Everton í sigri á Burnley, 3:1, þar sem hann hleypti af sannkölluðum þrumufleyg af löngu færi og kom liði sínu í 2:1 í seinni hálfleiknum.

Í fréttinni hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum og þar á meðal þetta stórglæsilega mark hjá Townsend:

mbl.is