Marca bendir Newcastle á Dembele

Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele. AFP

Spænska íþróttablaðið Marca tekur að sér í dag að benda á leikmenn sem Newcastle United gæti nælt í þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar. 

Skrifin eru birt í tilefni af því að Newcastle United býr skyndilega við sterkt fjárhagslegt bakland eftir eigendaskiptin. 

Marca nefndir í þessu samhengi Ousmane Dembele hjá Barcelona en hann ekki á mikið eftir af samningstímanum. Fjárhagsvandræði Barcelona eru vel kunn. 

Marca nefndir einnig: Sergi Roberto, Andre Onana, Boubacar Kamara, James Tarkowski og Franck Kessie sem leikmenn sem gætu fært sig til í janúar. 

mbl.is