Missir af úrslitaleiknum

Lucas Digne í leik með Frökkum í undankeppni HM í …
Lucas Digne í leik með Frökkum í undankeppni HM í haust. AFP

Lucas Digne, vinstri bakvörður Everton, getur ekki spilað með Frökkum þegar þeir mæta Spánverjum í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í Mílanó á sunnudagskvöldið.

Digne var á varamannabekk Frakka í gærkvöld þegar þeir unnu Belga 3:2 í undanúrslitunum þar sem hann kenndi sér meins í vöðva. Nú er komið í ljós að hann er tognaður aftan í læri og er farinn til Englands af þeim sökum.

Digne hefur leikið alla leiki Everton frá upphafi til enda á nýhöfnu keppnistímabili en lðið hefur byrjað vel undir stjórn Rafael Benítez og er í fimmta sæti deildarinnar. Ólíklegt er að hann verði með í næsta leik sem er gegn West Ham á Goodison Park annan sunnudag.

mbl.is